Starfaði áður á Íslandi

Leif Holger Larsen, sendiherra Noregs.
Leif Holger Larsen, sendiherra Noregs. AFP

Það ríkir sorg í Noregi eftir að fréttir bárust af því að sendiherra landsins í Pakistan, Leif Holger Larsen, hafi látist þegar þyrla sem hann var farþegi í var skotin niður af talibönum fyrr í dag, segir utanríkisráðherra Noregs, Børge Brende, á blaðamannafundi í Ósló. Larsen lætur eftir sig eiginkonu og son en Brende segir að hann hafi hitt Larsen síðast í febrúar í Islamabad. Þetta kemur fram á vef norska ríkisútvarpsins.

„Leif H. Larsen var einn af okkar bestu og reyndustu starfsmönnum í utanríkisþjónustunni. Hugur okkar er hjá fjölskyldunni og öðrum aðstandendum,“ segir Brende.

Leif Holger Larsen sendiherra var sendiráðsritari í Reykjavík 1988 – 1990, samkvæmt upplýsingum úr norska sendiráðinu á Íslandi.

Samkvæmt frétt NRK létust sjö en þyrlan brotlenti á barnaskóla og varð strax alelda. Talsmaður pakistanska hersins segir að fjórir hinna látnu hafi verið farþegar í þyrlunni og tveir voru flugmenn hennar. Einn úr áhöfn þyrlunnar til viðbótar látinn af sárum sínum. Sendiherrar Póllands og Hollands slösuðust. 

Þyrlan var ein þriggja þyrlna sem voru að flytja sendinefnd diplómata til Gilgit-Baltistan þar sem hún ætlaði að funda með forsætisráðherra Pakistans, Nawaz Sharif.

Auk Larsens lést sendiherra Filippseyja, Domingo D. Lucenario Jr og eiginkonur sendiherra Malasíu og Indónesíu. 

Ekki hefur komið fram hversu alvarleg meiðsl sendiherra Póllands, Andrzej Ananiczolish og Hollands, Marcel de Vink, eru.

Meðal þeirra sem voru í þyrlunni eru sendiherrar Indónesíu, Líbanon, Hollands, Malasíu, Rúmeníu, Noregs, Suður-Afríku, Filippseyjum og Pólland. Samkvæmt tilkynningu frá talibönum, þegar þeir lýstu yfir ábyrgð á árásinni, var skotmarkið Sharif, forsætisráðherra.

Sendiherra Noregs fórst í þyrluslysi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert