Malaysian greiðir bætur

Enn hefur ekkert brak fundist úr þotunni sem hvarf í …
Enn hefur ekkert brak fundist úr þotunni sem hvarf í mars í fyrra AFP

Flugfélagið Malaysia Airlines hefur gert samkomulag við börn hins malasíska Jee Jing Hang sem var um borð í afdrifaríku flugi númer MH370. Fjölskyldan stefndi félaginu fyrir vanrækslu og samningsbrot, þar sem ekki hefði verið flogið með farþega til Peking eins og til stóð. Þotan hvarf sporlaust í mars í fyrra og enn hefur ekkert brak fundist, en leitarflokkar eru enn að störfum á Indlandshafi í leit að leifum hennar.

Fjárhæð bótanna sem flugfélagið mun greiða börnum Hangs hefur ekki verið gefin upp, en í yfirlýsingu frá lögmanni fjölskyldunnar kom fram að um „ríflegar bætur“ væri að ræða. Talið er að fjölmargir aðstandendur annarra farþega fylgist grannt með málinu og fleiri stefnur og samningar muni fylgja í kjölfarið. Nýr forstjóri Malaysia Airlines lýsti því yfir í gær að félagið væri „tæknilega gjaldþrota“, en til stendur að segja upp sex þúsund starfsmönnum.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert