Aftökum fjölgar í Sádi Arabíu

Dauðarefsingar eru oft framkdæmvar á Deera torgi í höfuðborginni, Riyadh, …
Dauðarefsingar eru oft framkdæmvar á Deera torgi í höfuðborginni, Riyadh, þar sem fólk er hálshöggvið fyrir allra augum. Ljósmynd/Wikipedia

Tala þeirra sem hafa verið teknir af lífi í Sádi Arabíu er kominn upp í 100 sem eru fleiri en allt árið í fyrra og allt stefnir í nýtt met á þessu sviði í landinu.

Tveir menn voru teknir af lífi í morgun, annar þeirra var sýrlenskur maður sem var fundinn sekur um eiturlyfjasmygl. Ismael al-Tawm var dæmdur fyrir að smygla „miklu magni af bönnuðum amfetamínpillum inn í konungdæmið“ og var hálshöggvinn. Annar maður var fundinn sekur um að stinga mann til dauða og var tekinn af lífi.

AFP fréttaveitan greinir frá því að þeir 100 sem hafi verið teknir af lífi það sem af er ári skáki fjölda þeirra sem voru teknir af lílfi í fyrra. Samkvæmt yfirvöldum í Sádi Arabíu voru það 87 manns en Mannréttindasamtök segja aftökurnar í fyrra hafa verið rúmlega 90. Flestar aftökur á einu ári voru 192 árið 1995.  

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa þróun harðlega og segja réttarhöld í landinu ósanngjörn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert