Eldar loga við Ermarsund

Eldar loga víða
Eldar loga víða AFP

Ófremdarástand ríkir Frakklandsmegin við Ermarsundið vegna verkfalls starfsmanna ferjufyrirtækisins MyFerryLink. Engar siglingar fara fram á vegum fyrirtækisins auk þess sem skip þess hindra skip annarra fyrirtækja í að komast leiðar sinnar. Þá hafa starfsmenn í verkfalli og mótmælendur komið fyrir hindrunum á vegum sem liggja að höfninni í frönsku borginni Calais og víða er búið að kveikja elda.

Nokkuð hefur verið um innbrot í kringum höfnina auk þess sem flóttamenn hafa reynt að komast inn í flutningabíla sem sitja fastir og bíða eftir plássi á ferjum.

Búist er við að verkfallinu ljúki klukkan 8 í kvöld á frönskum tíma, en lestarsamgöngur ganga að venju og hefur slíkum ferðum verið fjölgað.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert