Fundu áratugagamalt frosið kjöt

AFP

Hald hefur verið lagt á frosið kjöt í Kína að verðmæti hálfs milljarðar dollara sem smyglað hefur verið til landsins. Hluti þess var byrjaður að rotna og var yfir 40 ára gamalt.

Fram kemur í frétt AFP um sé að ræða rúmlega 100 þúsund tonn af kjúklingavængjum, nautakjöti og svínakjöti. Hald var lagt á kjötið í viðamiklum aðgerðum kínversku lögreglunnar víða um Kína. Haft er eftir ónafngreindum embættismanni að hann hafi næstum kastað upp þegar dyrnar voru opnaðar á húsnæði þar sem um 800 tonn af kjöti voru geymd.

Fjöldi manns hefur verið handtekinn vegna málsins en fólkið tengist glæpahópum sem sérhæft hafa sig í að smygla kjöti til Kína. Ekki hefur komið fram hvaðan kjötinu hafi verið smyglað en talið er að það hafi komið yfir landamæri landsins að Víetnam.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert