Enginn lifði slysið af

AFP

Að minnsta kosti 141 lét lífið í flugslysi í Indó­nes­íu í gærmorg­un þar sem herflug­vél hrapaði niður á íbúðar­hverfi í borg­inni Med­an á eynni Súmötru stuttu eft­ir flug­tak.

Vél­in lenti á tveim­ur hús­um og hót­eli og varð al­elda. Alls voru 113 um borð í vél­inni, þar af 12 áhafn­ar­meðlim­ir og 101 farþegi. Auk þess var fólk á jörðu niðri sem lést þegar vélin hrapaði.

Vél­in, sem var af gerðinni C-130 Hercu­les, var aðeins á lofti í um tvær mín­út­ur en hún hrapaði og lenti á hót­eli og hús­um í hverf­inu. Spreng­ing­ar urðu og mikið eld­haf myndaðist.

Á vef Sky News er haft eftir yfirmanni flughersins í landinu að enginn hafi lifað slysið af. „Enginn lifði af, ég var að koma frá vettvangi slyssins,“ sagði Agus Supriatna.

Ekki er ljóst hvað olli því að vél­in hrapaði, en hún hafði farið í gegn­um ör­yggis­at­hug­un á flug­vell­in­um áður en hún fór í loftið. Vél­in var ný­tek­in á loft þegar at­vikið átti sér stað en að sögn Supriatna hafði flugmaður­inn leitað heim­ild­ar til að snúa við vegna tækniörðug­leika áður en vél­in brot­lenti.

Þá sagði vitni sagði í sam­tali við AFP fréttastofuna að eld og reyk hafi lagt frá vél­inni áður en hún brot­lenti. Hún hafi flogið yfir nokkr­um sinn­um áður en hún lenti á þaki hót­el­bygg­ing­ar­inn­ar og sprakk.

Um­fangs­mikl­ar björg­un­araðgerðir stóðu yfir á vett­vangi í gær, en mik­inn reykjar­mökk lagði frá eld­in­um.

Frétt mbl.is: Fólk fast í byggingum

Frétt mbl.is: Minnst 45 látn­ir eft­ir flug­slysið

Frétt mbl.is: Herflug­vél hrapaði á íbúðahverfi

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert