Stjórnarmyndunarviðræður sigldu í strand

Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands.
Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands. AFP

Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, segir að stjórnarmyndunarviðræður Réttlætis- og þróunarflokksins AKP og Lýðveldisflokksins CHP hafi siglt í strand. Snemmbúnar kosningar séu nú „eini kosturinn“ í stöðunni.

Davoutoglu er leiðtogi AKP, en hann hefur átt í viðræðum við Kemal Kilicdaroglu, leiðtoga CHP, á undanförnum vikum um að mynda nýja ríkisstjórn. Flokkurinn missti meirihluta sinn á tyrkneska þinginu í kosningunum í júní. Er það í fyrsta sinn sem það gerist frá því að flokkurinn komst til valda árið 2002.

Athygli vekur að gengi tyrknesku lírunnar snarlækkaði eftir að fregnir bárust af því að viðræðurnar hefðu farið út um þúfur. Lækkaði gengið um 1,85% gagnvart Bandaríkjadal og hefur aldrei verið eins lágt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert