Seldu eintök af fjórðu Millennium bókinni

Margir bíða spenntir eftir að heyra meira um Lisbeth Salander.
Margir bíða spenntir eftir að heyra meira um Lisbeth Salander.

Verslunin Pressbyrån á aðallestarstöðinni í Stokkhólmi í Svíþjóð þjófstartaði í morgun og hóf sölu á bók David Lagercrantz um tvíeykið Lisbeth Salander og Mikael Blomquist. Bókin kemur út á miðnætti í kvöld í 27 löndum og hefur verið lögð mikil áhersla á að efni bókarinnar verði ekki lekið.

Sænska ríkisútvarpið greinir frá málinu og ræðir við Kristinu Lindquist, menningarritstjóra Uppsala Nya Tidnings, en hún átti leið um stöðina um klukkan átta í morgun. Hún rak upp stór augu þegar hún sá bókina í búðinni og keypti eintak með kaffibollanum.

Lindquist segir nokkra útvalda blaðamann hafa fengið eintak af bókinni en langflestir þurfi að bíða til miðnættis í kvöld. Uppsala Nya Tidnings fær bókina senda með hraðpósti á morgun líkt og margir aðrir fjölmiðlar og stóð til að birta gagnrýni um bókina á morgun. Bókarýnir blaðsins hefur aftur á móti setið við lestur í allan morgun og mun verður gagnrýni hans birt í blaðinu þegar það kemur út síðdegis.

Haft er eftir fjölmiðlafulltrúa Pressbyrån í frétt SVT að tvö eintök af bókinni hafi selst áður en mistök komu í ljós og voru bækurnar fjarlægðar þegar í stað.

Frétt mbl.is: Höfundur skilur vel reiði blaðanna

Frétt mbl.is: Tíu vilja bók Lagercrantz á miðnætti

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert