Höfundurinn skilur vel reiði blaðanna

Það sem ekki drep­ur þig kemur út á miðnætti í …
Það sem ekki drep­ur þig kemur út á miðnætti í Evrópu

Sænski rithöfundurinn sem skrifaði framhald Millennium þríleiksins hefur tekið upp hanskann fyrir dagblöð sem hafa neitað að fjalla um bók hans vegna óeðlilegra krafna frá útgefanda bókarinnar. Samkvæmt Politiken var blaðinu boðið viðtal við höfundinn, David Lagercrantz, snemma í júní.

Jes Stein Pedersen, ritstjóri menningarumræðu Politiken, segir að útgefandinn, Norstedts, hafi tilkynnt blaðinu að blaðamaðurinn fengi ekki að lesa bókina áður en hann tæki viðtalið. Yfirleitt sé slíkt ekki samþykkt en Politiken hafi samþykkt þessa kröfu þar sem bókin verði á allra vörum nú þegar hún kemur út.

„Venjulega hefðum við ekki samþykkt að ræða við rithöfundinn án þess að hafa lesið bókina enda brýtur þetta gegn fagmennsku okkar,“segir Pedersen.

En þegar Norstedts krafðist þess einnig að Politiken biði með að birta viðtalið þangað til á morgun þá afþakkaði Politiken viðtalið.  Meðal annars mátti ekki spyrja spurninga um aðra bók sem Lagercrantz hefur skrifað, ævisögu sænska knattspyrnumannsins Zlatans Ibrahimovic en talað er um að hluti ummæla Zlatans í bókinni sé skáldaður.

Bókin Það sem ekki drep­ur þig kemur út á miðnætti í Evrópu en í september í Bandaríkjunum. Stieg Larsson, sem skrifaði Millenium þríleikinn lést fyrir 11 árum en í desember sl. greindi sænska útgáfufyrirtækið Norstedts frá því að það hefði ráðið Lagercrantz til að skrifa fjórðu bókina. Mikil leynd hefur ríkt varðandi innihald bókarinnar.

Lagercrantz, sem er blaðamaður sjálfur, segir í viðtali við  Göteborgs-Posten að kröfur útgáfufyrirtækisins séu fáránlegar. „Ég stend með blaðamönnunum. Ég get ekki ímyndað mér að ég hefði getað samþykkt skilyrði sem þessi sjálfur,“ segir hann í viðtalinu.

Það er ekki bara Politiken sem hafnaði viðtali við Lagercrantz því Thomas Mattsson, ritstjóri sænska dagblaðsins Expressen,  segir að blaðið hafi einnig hafnað viðtali vegna krafna sem útgáfufyrirtækið setti fram.

Umfjöllun Politiken

Expressen

Tíu vilja bók Lagercrantz á miðnætti

Eva Gabrielsson, sambýliskona Stieg Larssons er afar ósátt við útgáfu …
Eva Gabrielsson, sambýliskona Stieg Larssons er afar ósátt við útgáfu bókarinnar. AFP
Millenium þríleikurinn eftir Stieg Larsson
Millenium þríleikurinn eftir Stieg Larsson AFP
Stieg Larsson rithöfundur.
Stieg Larsson rithöfundur. Mynd/Wikipedia
David Lagercrantz
David Lagercrantz Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert