Flóttafólk stöðvað á landamærunum

Landamæraeftirlit hefur verið hert í Þýskalandi.
Landamæraeftirlit hefur verið hert í Þýskalandi. AFP

Þýskir lögreglumenn eru farnir að stoppa flóttafólk við landamærin milli Þýskalands og Austurríkis. Í dag tóku þýsk stjórnvöld ákvörðun um að herða landamæraeftirlit vegna gríðarlegs straums flóttafólks inn í landið um helgina. 

Lögreglan stöðvar nú alla sem koma að landamærunum, hvort sem þeir eru í bílum eða fótgangandi. Þrír Sýrlendingar sem komu gangandi að landamærunum voru t.d. stöðvaðir og látnir bíða úti í vegkanti á meðan skilríki þeirra voru rannsökuð.

„Við viljum fara til Þýskalands,“ sagði einn þeirra við fréttamann AFP-fréttastofunnar. 

Flestir fara yfir landamærin frá Salzburg í Austurríki og inn í Bæjaraland í Þýskalandi. Fréttamaður AFP segir að lögreglumenn klæðist skærlitum vestum og stöðvi alla sem reyni að komast inn í landið.

Fleiri hundruð lögreglumenn verða fluttir að landamærunum til að sinna eftirliti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert