Ekkert útilokað - ekkert fullyrt

Vélin fórst 31. október.
Vélin fórst 31. október. AFP

Ayman al-Muqaddam, yfirmaður alþjóðlegs teymis sem rannsakar hvers vegna rússnesk Metrojet-farþegaþota fórst á Sínaískaga í Egyptalandi, segir að enn sé of snemmt að fullyrða nokkuð um það hvað olli því að vélin hrapaði til jarðar.  Hann segir að allar mögulegar sviðsmyndir séu til rannsóknar, að því er segir á vef BBC.

Franskir embættismenn sögðu í gær að öflug sprenging hefði valdið því að vélin fórst.

Ayman el-Mokkadem stýrir rannsókninni.
Ayman el-Mokkadem stýrir rannsókninni. AFP

Vélin, sem var af gerðinni Airbus 321, hrapaði til jarðar á Sínaískaga 31. október sl. með þeim afleiðngum að allir 224 um borð létust. Atvikið gerðist skömmu eftir flugtak frá Sharm el-Sheikh, sem er vinsæll ferðamannastaður. 

Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, hefur gagnrýnt önnur ríki fyrir að deila ekki með Egyptum upplýsingum varðandi atvikið. Hann tiltók hins vegar ekki hvaða ríki hann væri að gagnrýna.

Bandarísk og bresk yfrivöld hafa sagt að ýmislegt bendi til þess að sprengja hafi grandað vélinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert