Konan með gerviliminn dæmd í fangelsi

Gayle Newland
Gayle Newland Skjáskot af BBC

Kona sem þóttist vera karlmaður til þess að gabba vinkonu sína til þess að stunda með sér kynlíf hefur verið dæmd í átta ára fangelsi.

Gayle Newland sagðist vera karlmaður að nafni Kye Fortune og var með brjóst sín bundin  niður til þess að sannfæra vinkonu sína. Þær stunduðu kynlíf um það bil tíu sinnum áður en brotaþolinn gerði sér grein fyrir því að Fortune var í raun Newland. Brotaþolinn var alltaf með bundið fyrir augun þegar þau hittust en í eitt skiptið tók hún frá augunum og sá Newland.  

Dómari í málinu sagði að Newland væri með alvarlega persónuleikaröskun. Hún var dæmd sek um þrjár kynferðisárásir.

Newland viðurkenndi að hafa búið til Facebook aðgang í nafni Kye Fortune en segir að brotaþolinn hafi alltaf vitað að hún var að þykjast vera karlmaður.

Newland sagði við réttarhöldin að það hefði verið hluti af hlutverkaleik þeirra á milli þar sem þær voru báðar óvissar um kynhneigð sína. „Kye“ sendi vinkonunni vinabeiðni á Facebook og í kjölfarið töluðu þau saman í mörg hundruð klukkutíma í síma þar sem Newland breytti rödd sinni.

Fyrri fréttir mbl.is:

Kona sem þóttist vera karl sakfelld um nauðgun

„Kærast­inn“ reynd­ist kona

Bjó „kær­ast­ann“ til á tán­ings­aldri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert