Kona sem þóttist vera karl sakfelld fyrir nauðgun

Gayle Newland.
Gayle Newland. Skjáskot af bbc.com

Hinn 25 ára Gayle Newland var í dag fundin sek um að nauðgað vinkonu sinni þegar hún þóttist vera karlmaður. Frá þessu greinir Independent.

Fórnarlambið taldi sig hafa átt í tveggja ára ástarsambandi við „Kye Fortune“ sem væri karlmaður með slæm ör eftir krabbamein og bílslys. Taldi fórnarlambið sig trúlofað Fortune og höfðu þau stundað kynlíf um tíu sinnum og horft á sjónvarp saman en hún var alltaf með bundið fyrir augun þegar þau hittust þar sem Fortune sagðist skammast sín svo mikið fyrir útlit sitt.

Þegar konan ákvað að taka frá augunum í miðjum ástarleik komst hún hinsvegar að því að draumaprinsinn var vinkona hennar, Gayle Newland, sem hún hafði kynnst á svipuðum tíma og hún vingaðist fyrst við Fortune á Facebook. Guardian greinir frá því að Newland hafi útskýrt háa rödd Fortune með því að hann væri af asískum uppruna og að hún væri svipuð rödd hennar af því að þau væru æskuvinir.

Newland notaði gervilim til að stunda kynlíf með konunni en fyrir rétti sagði hún þolandann hafa verið meðvitaðan um hið rétta sjálf og kyn Fortune frá upphafi. Þær hafi báðar átt erfitt með að sætta sig við kynhneigð sýna og notað þykjustuleikinn til að komast yfir ótta sinn við samkynhneigð. Hún neitaði jafnframt að konan hefði haft bundið fyrir augun.

Var hún fundin sek um þrjú ákæruatriði en sýknuð af tveimur.

Fréttir mbl.is:

„Kærastinn“ reyndist kona

Bjó „kærastann“ til á táningsaldri

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert