„Kærastinn“ reyndist kona

Konan var beðin um að hafa grímu fyrir augunum á …
Konan var beðin um að hafa grímu fyrir augunum á ástarfundunum.

Bresk kona komst að því eftir tveggja ára samband að kærasti hennar væri kona. „Kærastinn“ hafði beðið hana að hafa bundið fyrir augun á ástarfundum þeirra, þar sem hann væri með ör í andlitinu vegna krabbameins í heila. Er konan tók loks frá augunum kom hið sanna í ljós. „Kærastinn“, sem kallaði sig Kye, reyndist vinkona hennar.

Konan kærði vinkonuna, Gayle Newland, og er fer aðalmeðferð málsins nú fram fyrir dómstólum í Cheshire. 

Í frétt Telegraph um dómsmálið segir að fram hafi komið að konan hefði haldið að hún væri að njóta ásta með Kye Furtune, manni sem hafði sent henni vinabeiðni á Facebook. Kye sagðist hafa lent í bílslysi og auk þess greinst með heilaæxli. Þau ræddu saman um veikindin um tíma áður en þau ákváðu að hittast. Hann hafði aðeins eina bón og það var að konan myndi vera með bundið fyrir augun því hann skammaðist sín svo fyrir örin sem hann hefði á líkamanum eftir veikindin og slysið. 

Konan hitti Kye margsinnis og höfðu þau kynmök í nokkur skipti. Þá notaði „kærastinn“ gervilim, að því er fram hefur komið í dómsmálinu.

Um svipað leyti og konan kynntist Kye á Facebook kynntist hún Newland. Þær urðu mjög góðar vinkonur. Newland sagðist þekkja Kye. 

Á síðasta ástarfundi þeirra fannst konunni ekki allt með felldu. „Þegar við vorum að hafa samfarir þá greip ég um höfuð hans og í eitthvað í hnakka hans. Það fannst mér skrítið,“ lýsti konan við skýrslugjöf hjá lögreglunni. „Ég sat á rúminu og hann stóð. Mér fannst ég þurfa að taka frá augunum og gerði það. Þá stóð Gayle þarna. Ég bara trúði þessu ekki. Hún tók fyrir andlitið og sagði „þetta er ekki það sem þú heldur“.“

Newland neitar sök en hún er ákærð fyrir að hafa nauðgað konunni fimm sinnum árið 2013.

Dómarahamar dómari dómur dómsmál fangelsi
Dómarahamar dómari dómur dómsmál fangelsi mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert