Dæmd fyrir heiðursmorð í Þýskalandi

Maðurinn við réttarhöldin í dag.
Maðurinn við réttarhöldin í dag. AFP

Pakistönsk hjón voru í dag dæmd í lífstíðarfangelsi í Þýskaland fyrir „heiðursmorð“ á 19 ára gamalli dóttur sinni. Fólkið myrti hana eftir að hún stundaði kynlíf fyrir hjónaband.

Maðurinn, sem er 52 ára gamall, var dæmdur sekur um að hafa kyrkt dóttur sína til dauða í janúar. Móðirin var einnig sakfelld sem vitorðsmaður hans en fólkið var dæmt í þýsku borginni Darmstadt. Þau fæddust í Pakistan en höfðu lengi búið í Þýskalandi. Dóttir hjónanna átti í kynferðislegu sambandi en var ógift.

Verjendur fólksins sóttust eftir að þau yrðu dæmd fyrir manndráp en ekki morð. Hjónin geta sótt um reynslulausn eftir 15 ár.

Konan við réttarhöldin í dag.
Konan við réttarhöldin í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert