Senda sérsveit til Íraks

Ashton Carter segir að sérsveitin muni aðstoða við að handsama …
Ashton Carter segir að sérsveitin muni aðstoða við að handsama liðsmenn Ríkis íslams. AFP

Bandaríkjamenn ætla að senda sérsveit til Íraks til að setja aukinn þrýsting á vígamenn Ríkis íslam. „Í fullu samstarfi við stjórnvöld í Írak ætlum við að senda sérsveit af stað til aðstoðar íröskum hermönnum og kúrdískum liðsmönnum peshmerga,“ sagði Ashton Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Sérsveitin verður einnig til taks fyrir samhæfðar aðgerðir í Sýrlandi, að því er BBC greindi frá.

Ríki íslams náði stjórn á stórum svæðum í Írak og Sýrlandi sumarið 2014.

Bandalag 65 ríkja, sem Bandaríkjamenn leiða, hefur efnt til loftárása á vígamenn í báðum ríkjunum að undanförnu.

Að sögn Carter hefur sérsveitin það verkefni að ráðast inn í húsnæði, leysa gísla úr haldi og handsama leiðtoga Ríkis íslams.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert