Hengdu fjóra tilræðismenn

Amnesty International

Fjórir tilræðismenn sem tóku þátt í fjöldamorðum í skóla í Peshawar fyrir ári síðan voru hengdir í Pakistan í dag. Alls létust 150, aðallega börn, í árásinni en talibanar stóðu á bak við tilræðið. Fjórmenningarnir eru þeir fyrstu sem eru teknir af lífi af þeim sem voru dæmdir fyrir aðild að tilræðinu.

Árásin var gerð 16. desember í fyrra og kjölfar hennar fóru pakistönsk stjórnvöld að framfylgja dauðadómum á nýjan leik. Á innan við ári hafa yfir 300 manns verið teknir af lífi þar í landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert