Vilja tyrkneska herinn burt

Tyrkir eru sagðir hafa sent herlið yfir landamærin til að …
Tyrkir eru sagðir hafa sent herlið yfir landamærin til að þjálfa íraska Kúrda, sem hafa barist við liðsmenn Ríkis íslam. AFP

Ríkisstjórn Íraks krefst þess að Tyrkir dragi til baka herlið sitt sem þeir hafa sent inn á svæði sem er skammt frá írösku borginni Mosul. Íraksstjórn segir að með þessu hafi Tyrkir brotið gegn fullveldi Íraks. Málið sé litið afar alvarlegum augum.

Þetta segir í yfirlýsingu Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks. 

Fram kemur á vef BBC að um 150 tyrkneskir hermenn hafi verið sendir til bæjarins Bashiqa til að þjálfa sveitir íraskra Kúrda.

Mosul, sem er í norðurhluta Íraks, hefur verið undir stjórn Ríkis íslams frá því í fyrra. 

Í yfirlýsingu íraska forsætisráðherrans eru Tyrkir hvattir til að virða rétt nágrannaþjóða og draga herlið sitt til baka þegar í stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert