Tóku átta af lífi

AFP

Yfirvöld í Pakistan hengdu átta fanga í dag sem voru dæmdir til dauða fyrir morð. Á morgun er ár liðið frá árás talíbana á grunnskóla í landinu sem kostaði yfir 150 manns lífið, flest börn. Eftir árásina ákvað forseti Pakistans að hefja aftökur á dauðadæmdum föngum á ný eftir sex ára hlé.

Fangarnir sem voru teknir af lífi í dag voru í fangelsi í Punjab-héraði. Tveir þeirra voru hengdir í Multan, tveir í Bahawalpur og Gujrat og einn í Attock og annar í Dera Ghazi Khan.

Áður var það þannig í Pakistan að þeir sem voru dæmdir til dauða fyrir aðild að hryðjuverkum voru hengdir en í mars var tekin ákvörðun um að beita þeirri aðferð við allar aftökur í landinu. Ekki eru fyrirliggjandi opinberar tölur um hversu margir hafa verið teknir af lífi í Pakistan í ár en vitað er að þeir eru um 300 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert