Malala svarar Donald Trump

Malala Yousafzai á athöfn í Bretlandi í dag í tilefni …
Malala Yousafzai á athöfn í Bretlandi í dag í tilefni af því að ár er liðið frá því að 150 manns létust í árás talibana á skóla í Pakistan. AFP

„Því meira sem þú talar um íslam og gegn öllum múslímum þeim mun fleiri hryðjuverkamenn verða til,“ segir Malala Yousafzai, friðarverðlaunahafi Nóbels, um orð Donalds Trump um múslíma. Trump hefur sagst ætla að banna öllum múslímum að koma til Bandaríkjanna verði hann forseti.

Malala Yousafzai sagði að ummæli Trumps séu full af hatri og með því að kenna múslímum almennt um hryðjuverkaógnina myndi aðeins skapa fleiri hryðjuverkamenn.

Yousafzai sagði þetta á viðburði í Bretlandi sem haldinn var í tilefni að því að í dag eitt ár frá því að talibanar réðust á skóla í Peshawar í Pakistan og 150 létust, aðallega börn. 

Árið 2012 varð hún sjálf fyrir skotárás sem kostaði hana næstum því lífið. Hún er nú orðin átján ára. „Ef fyrirætlun þín er að stöðva hryðjuverkastarfsemi, skaltu ekki skella skuldinni á alla múslíma, það stöðvar ekkert,“ sagði Yousafzai og beindi orðum sínum til Trumps.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert