Svipaðar árásir á nýársnótt í Sviss

Frá Zurich í Sviss.
Frá Zurich í Sviss. Ljósmynd/Wikipedia

Fjöldi kvenna varð fyrir ránum og kynferðislegu ofbeldi í Zurich í Sviss á nýársnótt. Lögregluyfirvöld í Sviss greindu frá þessu í dag og sögðu aðferðir árásarmannanna nokkuð svipaðar þeim sem notaðar voru í hópárásum í Þýskalandi sömu nótt.

Sex konur hafa tilkynnt um atvik þar sem þær voru „umkringdar af körlum með dökkan húðlit,“ sem rændu þær, káfuðu á þeim og brutu gegn þeim kynferðislega. Að sögn lögreglu er þetta óvenjulega há tala fórnarlamba í landinu.

„Þetta er svolítið svipað,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Zurich, Marco Cortesi í samtali við AFP og lagði áherslu á að erfitt væri að bera saman umfang árásanna.

Yfir 120 tilkynningar hafa borist lögreglu vegna árásanna í Köln, þar á meðal tvær um nauðganir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Til leigu rúmgóð og falleg 3ja herb íbúð við Norðurgötu á Akureyri.
Til leigu rúmgóð og falleg 3ja herb íbúð við Norðurgötu, efri hæð í tvíbýli. L...
SKRIFSTOFUHERBERGI
TIL LEIGU 2 SKRIFSTOFUHERBERGI Á GÓÐUM STAÐ VIÐ SÍÐUMÚLA. ANNAÐ ER AÐ HEFÐBUNDIN...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...