Svipaðar árásir á nýársnótt í Sviss

Frá Zurich í Sviss.
Frá Zurich í Sviss. Ljósmynd/Wikipedia

Fjöldi kvenna varð fyrir ránum og kynferðislegu ofbeldi í Zurich í Sviss á nýársnótt. Lögregluyfirvöld í Sviss greindu frá þessu í dag og sögðu aðferðir árásarmannanna nokkuð svipaðar þeim sem notaðar voru í hópárásum í Þýskalandi sömu nótt.

Sex konur hafa tilkynnt um atvik þar sem þær voru „umkringdar af körlum með dökkan húðlit,“ sem rændu þær, káfuðu á þeim og brutu gegn þeim kynferðislega. Að sögn lögreglu er þetta óvenjulega há tala fórnarlamba í landinu.

„Þetta er svolítið svipað,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Zurich, Marco Cortesi í samtali við AFP og lagði áherslu á að erfitt væri að bera saman umfang árásanna.

Yfir 120 tilkynningar hafa borist lögreglu vegna árásanna í Köln, þar á meðal tvær um nauðganir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
Hoppukastalar.is -Candyfloss-Popp-leikir
Bjóðum upp à ýmisslegt fyrir barnaafmæli , fjölskyldusamkomur o.fl. Hoppukastala...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...