Svipaðar árásir á nýársnótt í Sviss

Frá Zurich í Sviss.
Frá Zurich í Sviss. Ljósmynd/Wikipedia

Fjöldi kvenna varð fyrir ránum og kynferðislegu ofbeldi í Zurich í Sviss á nýársnótt. Lögregluyfirvöld í Sviss greindu frá þessu í dag og sögðu aðferðir árásarmannanna nokkuð svipaðar þeim sem notaðar voru í hópárásum í Þýskalandi sömu nótt.

Sex konur hafa tilkynnt um atvik þar sem þær voru „umkringdar af körlum með dökkan húðlit,“ sem rændu þær, káfuðu á þeim og brutu gegn þeim kynferðislega. Að sögn lögreglu er þetta óvenjulega há tala fórnarlamba í landinu.

„Þetta er svolítið svipað,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Zurich, Marco Cortesi í samtali við AFP og lagði áherslu á að erfitt væri að bera saman umfang árásanna.

Yfir 120 tilkynningar hafa borist lögreglu vegna árásanna í Köln, þar á meðal tvær um nauðganir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Skimpróf fyrir ristilkrabbameini !!
Eftir hægðir setur þú eitt Ez DETECT prófblað í salernið. Ef ósýnilegt blóð e...
 
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...