Hóta kjarnorkuárás á Bandaríkin

Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AFP

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hótuðu í dag kjarnorkuárásum á Suður-Kóreu og Bandaríkin ef af sameiginlegum heræfingum Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna yrði en þær eiga að hefjast á morgun mánudag.

Fram kemur í frétt AFP að Norður-Kóreumenn hafi hótað handahófskenndum og fyrirvaralausum árásum en hótunin var send út af æðstu yfirstjórn norðurkóreska hersins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert