Telja sig hafa fundið brak úr MH370

Brot úr lógói Rolls Royce fannst.
Brot úr lógói Rolls Royce fannst. Skjáskot af Twitter

Brak sem talið er að geti verið úr flugvél Malaysia Airlines, sem hvarf sportlaust fyrir tveimur árum, fannst á strönd í Suður-Afríku. Meðal annars er um að ræða hreyfilhlíf af Rolls Royce-hreyfli. 

Yfirvöld í Malasíu segja að teymi sérfræðinga verði sent til Suður-Afríku til að rannsaka brakið og kanna hvort það sé úr vélinni. Leitin að þotunni, sem bar flugnúmerið MH370 og er kennd við það, er sú umfangsmesta sem nokkru sinni hefur verið gerð. Engar staðfestar skýringar hafa enn fundist á hvarfi vélarinnar. 

Meira brak fannst svo í Mósambík fyrir stuttu og hefur það þegar verið sent til Ástralíu til frekari rannsóknar. 

Frétt CNN um málið.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert