Tíu stærstu jarðskjálftarnir frá 1900

Annar stærsti skjálftinn varð í Alaska árið 1964.
Annar stærsti skjálftinn varð í Alaska árið 1964. Af Wikipedia

Jarðskjálftinn sem varð í Japan í gær er talinn hafa verið um 7,3 stig. Það kemur honum ekki á lista yfir tíu stærstu jarðskjálfta sem mælst hafa frá árinu 1900. Upplýsingarnar hér að neðan eru fengnar hjá Bandarísku jarðfræðistofnuninni, U.S. Geological Survey.

  1. Mesti skjálfti sem mælst hefur frá 1900 varð í Chile árið 1960. Hann var 9,5 stig. Talið er að 1.655 hafi látist, 3.000 slasast og um tvær milljónir misst heimili sín.
  2. Annar stærsti skjálftinn varð í Alaska árið 1964. 132 létust, þar af 122 í flóðbylgju sem fylgdi skjálftanum. Skjálftinn var 9,2 á stærð.
    Þriðji stærsti skjálftinn varð undan ströndum eyjunnar Súmötru árið 2004. …
    Þriðji stærsti skjálftinn varð undan ströndum eyjunnar Súmötru árið 2004. Sá mældist 9,1 stig. Gríðarleg flóðbylgja fylgdi. Af Wikipedia
  3. Þriðji stærsti skjálftinn varð undan ströndum eyjunnar Súmötru árið 2004. Sá mældist 9,1 stig. Gríðarlegt manntjón varð, 227.898 létust eða er enn saknað. 1,7 milljónir manna misstu heimili sín en skjálftinn og mikil flóðbylgja sem honum fylgdi hafði áhrif í fjórtán löndum í Suður-Asíu og Austur-Afríku.
  4. Árið 2011 varð jarðskjálfti undan ströndum Honshu í Japan sem mældist 9 stig. Að minnsta kosti 15.703 létust og margra er enn saknað. Rúmlega 5000 slösuðust. Gríðarlegt tjón varð í skjálftanum, 56 brýr hrundu, 26 járnbrautaleiðir fóru í sundur og yfir 2.000 vegir skemmdust.
  5. Skjálfti sem mældist 9 stig varð á Kamtsjatka í Rússlandi árið 1950. Stór flóðbylgja myndaðist og fór m.a. að Hawaii. Miklar skemmdir urðu en enginn lést.
  6. 8,8 stiga skjálfti varð undan ströndum Maule í Chile árið 2010. Að minnsta kosti 523 létust og um 12 þúsund slösuðust.
  7. Árið 1906 varð stór skjálfti undan ströndum Ekvador. Hann mældist 8,8 stig. Talið er að á bilinu 500-1500 hafi látist í flóðbylgju sem myndaðist. Flóðbylgjan fór að ströndum allrar Mið-Ameríku og alla leið að San Francisco og til Japans.
  8. Jarðskjálfti sem mældist 8,7 stig varð á Rottueyju (Rat Island) í Alaska árið 1965. Um 11 metra há flóðbylgja myndaðist.
  9. Árið 2005 varð 8,6 stiga skjálfti á norðurhluta eyjunnar Súmötru. Að minnsta kosti 1000 létust.
  10. Stór skjálfti varð í Tíbet í ágúst árið 1950. Hann mældist 8,6 stig. Að minnsta kosti 780 létust.
Mesti skjálfti sem mælst hefur frá 1900 varð í Chile …
Mesti skjálfti sem mælst hefur frá 1900 varð í Chile árið 1960. Hann var 9,5 stig. Af Wikipedia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert