Björgunarstarf eflt í Japan

Björgunarstarf hefur verið eflt á eyjunni Kyushu í suðurhluta Japan. Jarðskjálfti sem var yfir sjö stig á richter reið yfir svæðið á föstudag. Björg­un­ar­menn leita enn að fólk í rúst­um húsa en talið er að nokk­ur fjöldi fólks sé þar graf­inn. Vel viðrar á svæðinu í dag og björgunarmenn nýta sér þyrlur til að fljúga yfir svæðin sem urðu verst úti eftir skjáltann.

Talið er að 41 sé lát­inn og þá eru 2.000 manns slasaðir í hið minnsta, þar af 200 mjög alvarlega.

Fyr­ir þremur dög­um varð skjálfti á sama svæði sem mæld­ist 6,2 stig.

Skjálft­inn gerði það að verk­um að hús hrundu, bíl­ar fóru á hvolf, veg­ir í sund­ur og öfl­ug­ir eft­ir­skjálft­ar fylgdu. Að sögn fréttamanns BBC sem er á svæðinu finnast eftirskjálftar ennþá og margir óttast að þriðji skjálftinn muni ríða yfir sem gæti haft skelfilegar afleiðingar fyrir þau mannvirki sem eru veik eftir fyrri skjálftana tvo.

Yfir 200.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og enn er rafmagnslaust á hluta svæðisins. 

Um 250.000 heimilislausir einstaklingar eru á svæðinu og hafa yfirvöld lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna þeirra.

Forsætisráðherra Japan, Shinzo Abe, tilkynnti að leitar- og björgunarflokkum verði fjölgað í 25.000. Einnig hefur hann þegið hjálp frá bandarískum yfirvöldum sem munu aðstoða með því að flytja hjálpargögn flugleiðis.  

Skjálftinn reið yfir stutt frá borginni Kumamoto í suðurhluta Japan …
Skjálftinn reið yfir stutt frá borginni Kumamoto í suðurhluta Japan á föstudag. AFP
Björgunarstarf hefur verið eflt í suðurhluta Japan og vonast er …
Björgunarstarf hefur verið eflt í suðurhluta Japan og vonast er eftir að geta bjargað fleiri einstaklingum úr rústum húsa sem hrundu í skjálftanum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert