„Ég vildi hlaupa en gat það ekki“

Margir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skjálftans.
Margir hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skjálftans. AFP

Að minnsta kosti 77 eru látnir eftir að kröftugur skjálfti reið yfir Ekvador í gærkvöldi, eða rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Forseti landsins, Jorge Glas, á von á því að tala látinna muni hækka verulega og hefur neyðarástandi við lýst yfir  í landinu.

„Guð minn góður, þetta var stærsti og sterkasti jarðskjálfti sem ég hef upplifað á ævi minni. Hann varði í langan tíma og mig svimaði. Ég gat ekki gengið... Ég vildi hlaupa út á götu en ég gat það ekki,“ sagði Maria Torres, 60 ára íbúi höfuðborgarinnar Quito í samtali við AFP-fréttastofuna.

Frétt mbl.is: Kraftmikill skjálfti í Ekvador

Skjálftinn mældist 7,8 stig og voru upptök hans um 27 kílómetrum frá bænum Muisne. Að minnsta kosti 55 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Christina Duran, 45 ára, tók dýrin sín þrjú og stóð í stóru anddyri til að forðast glerbrot sem þeyttust út um allt þegar gluggar brotnuðu. „Ég var skelfingu lostin. Og ég hélt bara áfram að biðja um að þessu yrði lokið,“ sagði hún.

Farþegar sem voru að bíða eftir að komast í flug á Guayaquil-flugvelli hlupu út úr flugstöðvarbyggingunni þegar jörðin tók að skjálfta. „Ljósin féllu niður úr loftinu. Fólk hljóp um skelfingu lostið,“ sagði Luis Quimis, þrítugur farþegi sem var að bíða eftir flugi til Quito.

Skjálftinn mældist 7,8 stig og voru upptök hans um 27 …
Skjálftinn mældist 7,8 stig og voru upptök hans um 27 kílómetrum frá bænum Muisne. Að minnsta kosti 55 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert