Kraftmikill skjálfti í Ekvador

Björgunarmenn draga fólk út úr rústum húss.
Björgunarmenn draga fólk út úr rústum húss. AFP

Að minnsta kosti 41 er látinn eftir að kraftmikill jarðskjálfti reið yfir Ekvador í nótt. Skjálftinn mældist 7,8 stig og varð hann rétt fyrir kl. 19 í gærkvöldi að staðartíma eða kl. 23.58 að íslenskum tíma. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu.

Fregnir hafa borist af mikilli eyðileggingu af völdum skjálftans á mörgum svæðum. Þá skemmdist brú í um 300 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans. Rafael Correa, forseti landsins, er í heimsókn á Ítalíu en mun snúa heim til Ekvador eins fljótt og auðið er.

Gabriel Alcivar, bæjarstjóri bæjarins Pedernale sem er skammt frá upptökum skjálftans, segir að bærinn hafi fallið í heild sinni, ekki aðeins eitt hús. „Við erum að gera það sem við getum en það er ekki mikið sem við getum gert.“

Þá hafa einnig borist fregnir af mikilli eyðileggingu í borginni Manta. „Flestir eru úti á götum með bakpoka á bakinu og ætla að leita skjóls. Rafmagnið er farið og ekkert símasamband,“ sagði íbúi borginnar í samtali við BBC.

Skjálftinn átti upptök sín á 19,2 kílómetra dýpi um 27 kílómetrum frá Muinse.

Björgunarmenn draga fólk út úr rústum húss,.
Björgunarmenn draga fólk út úr rústum húss,. AFP
Unnið að björgun í Ekvador.
Unnið að björgun í Ekvador. AFP
Að minnsta kosti 41 er látinn eftir skjálftann.
Að minnsta kosti 41 er látinn eftir skjálftann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert