Héldu að heimsendir væri í nánd

Björgunarlið að störfum í Gauyaquil, fjölmennustu borg Ekvador. Óttast er …
Björgunarlið að störfum í Gauyaquil, fjölmennustu borg Ekvador. Óttast er að margir séu enn fastir í húsarústum. AFP

Jarðskjálftinn mikli í Ekvador hefur þegar kostað 238 manns lífið. Talið er fullvíst að sú tala eigi eftir að hækka. „Þetta er mín versta lífsreynsla,“ segir Jose Meregildo, sem fann húsið sitt leika á reiðiskjálfi. Hann segir nágranna sína hafa hlaupið um og hrópað að þetta væru „endalok heimsins.“ Þó var hann heppinn. Húsið hans er í tæplega 400 km fjarlægð frá upptökum skjálftans sem mældist 7,8 stig. 

Að minnsta kosti 1.500 manns eru slasaðir. Byggingar hrundu víða til grunna. Skjálftinn varð seint í gærkvöldi að íslenskum tíma en í dag hefur smám saman komið í ljós hversu eyðileggingin er mikil. Og mannfallið gífurlegt.

Rafmagn fór af á stórum svæðum, jafnvel heilu borgunum. Það á t.d. við um borgina Guayaquil þar sem Meregildo býr. Þar hrundi líka brú og einn lést. Borgin er sú fjölmennasta í Ekvador.

Vatnslaust er víða og fjarskipti eru stopul. Á sumum svæðum eru þau engin. Þá eru margir vegir í sundur og skriður hafa fallið, sérstaklega í fjalllendi. Skýringin er m.a. sú að óvenjulega mikið hefur rignt undanfarið sem margir vilja meina að tengist loftslagsbreytingum. 

Samgöngur eru í lamasessi, rafmangslaust er á sumum svæðum, sem …
Samgöngur eru í lamasessi, rafmangslaust er á sumum svæðum, sem og vatnslaust. Þá eru fjarskipti niðri víða. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert