Sjálfstæðissinnar eygja annað þjóðaratkvæði

Skoskir sjálfsstæðissinnar ætla að beita sér fyrri nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands ef svo fer að Bretar samþykki að ganga úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í næsta mánuði. Þeir ætla sér þá að sækja um aðild sem sjálfstætt ríki.

Alex Salmond, fyrrverandi forseti skosku heimastjórnarinnar, telur að ef löndum sínum verður boðið val á milli sjálfstæðis og  þess að hverfa á Norður-Atlantshafið undir ríkisstjórn Íhaldsflokksins muni þeir kjósa sjálfstæði.

Tæp tvö ár eru síðan Skotar höfnuðu því að lýsa yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Skoski þjóðarflokkurinn vonar nú að andúð á ríkisstjórninni í London og stuðningur við aðildina að Evrópusambandinu leggist á eitt og geri þeim kleift að ná sjálfstæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert