Cameron verði áfram forsætisráðherra

David Cameron og eiginkona hans Samantha greiða atkvæði í London …
David Cameron og eiginkona hans Samantha greiða atkvæði í London í dag. AFP

Rúmlega 80 þingmenn breska Íhaldsflokksins sem andsnúnir eru aðild Bretlands að Evrópusambandinu hafa undirritað bréf þar sem lýst er stuðningi við að David Cameron verði áfram forsætisráðherra óháð úrslitum þjóðaratkvæðisins um veru landsins í Evrópusambandinu. Cameron hafi umboð og skyldu til þess að gegna embættinu áfram.

Meðal þingmannanna eru allir ráðherrar í bresku ríkisstjórninni sem styðja úrsögn úr Evrópusambandinu. Hins vegar kemur fram í frétt Daily Telegraph að talið sé að fjöldi þingmanna Íhaldsflokksins hafi neitað að undirrita bréfið. Það sé líklegt til þess að valda áhyggjum á skrifstofu forsætisráðherrans þar sem tillaga um vantraust á hann gæti komið fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka