Stunginn fyrir utan kjörstað

Wikipedia

Karlmaður varð fyrir líkamsárás fyrir utan kjörstaðinn Waverley Road í bænum Huddersfield í noðurhluta Englands um klukkan rúmlega fjögur í dag að íslenskum tíma. Fjallað er um málið á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph.

Fram kemur í fréttinni að maðurinn hafi verið stunginn með hnífi fyrir utan kjörstaðinn. Hann er talinn vera alvarlega særður en ekki í lífshættu. Kjörstaðnum var lokað um tíma vegna árásarinnar.

Lögreglan telur ekki að árásin hafi tengst þjóðaratkvæðinu sem fram fer í dag í Bretlandi um það hvort landið skuli yfirgefa Evrópusambandið eða ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert