Nýr leiðtogi fyrir 2. september

Íhaldsmenn munu á næstunni þurfa að velja sér nýjan forsætisráðherra …
Íhaldsmenn munu á næstunni þurfa að velja sér nýjan forsætisráðherra og leiðtoga flokksins. AFP

Nýr forsætisráðherra Bretlands úr röðum Íhaldsflokksins ætti að taka við fyrir 2. september næstkomandi. Þetta segir Graham Brady, formaður nefndar flokksins um val á nýjum leiðtoga flokksins.

Eftir að úrslit í kosningu um hvort Bretland ætti áfram að vera í Evrópusambandinu eða fara úr því urðu ljós sagðist David Cameron forsætisráðherra ætla að láta af embætti. Íhaldsmenn leita nú arftaka hans, en Cameron hefur sagt að sá sem taki við muni þurfa að senda Evrópusambandinu bréf með formlegri uppsögn.

„Við teljum að ferlið við að kjósa nýjan leiðtoga Íhaldsflokksins ætti að hefjast í næstu viku og enda ekki seinna en föstudaginn 2. september, jafnvel þótt slíkt gæti gerst fyrr,“ sagði Brady.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka