Bretar verði áfram leiðandi í Evrópu

Boris Johnson, nýr utanríkisráðherra Bretlands og einn af helstu stuðningsmönnum þess að Bretar segi skilið við Evrópusambandið, hét því í dag að Bretland verði áfram leiðandi í Evrópu. Johnson fundar í dag með utanríkisráðherrum ríkja ESB.

„Við verðum að virða vilja fólksins og yfirgefa Evrópusambandið […] en við ætlum ekki að láta af leiðtogahlutverki okkar í evrópsku samstarfi,“ sagði Johnson.

Hann hefði átt „mjög góðar samræður“ um utanríkismál ESB við Federicu Mogherini, yfirmann utanríkismála ESB, í gær.  „Ég hlakka virkilega til að hitta kollega mína,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Johnson.

Það kom mörgum í opna skjöldu er Johnson, sem var einn helsti stuðningsmaður þess að Bretar segi skilið við ESB, var valinn utanríkisráðherra í stjórn nýja forsætisráðherrans, Theresu May. Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakka, sagði Johnson hafa logið að kjósendum í kosningabaráttunni.

Johnson vakti einnig reiði margra með því að líkja hugmyndum ESB um aukna sameiningu við áform Adolfs Hitlers.

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segist hlakka til að hitta kollega …
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segist hlakka til að hitta kollega sína. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert