Kúrdar taka mikilvægan bæ

Kúrdískur hermaður.
Kúrdískur hermaður. AFP

Hersveitir Kúrda hafa tekið bæinn Bashiqa í Írak sem áður var á valdi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Hertaka bæjarins er mikilvægur liður í að greiða fyrir sókn að borginni Mosúl úr austri en borgin er síðasta borgin í landinu á valdi samtakanna.

Fram kemur í frétt AFP Kúrdar hafi hafið sókn að Basihqa í gær og sótt að bænum úr þremur áttum en Kúrdar og íraskar hersveitir hafa setið um Mosúl í á fjórðu viku. Kúrdar fara nú hús úr húsi til þess að hafa uppi á liðsmönnum Ríkis íslams en enn er talið að leyniskyttur og sjálfsmorðssprengjumenn sé að finna í bænum.

Talið er að þeir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna sem enn séu í bænum hafist við í göngum undir honum. Meginþunginn af sókninni gegn Mosúl, sem hófst 17. október, hefur legið á íraska hernum en herinn hefur sótt að borginni úr austri, suðri og norðri. Sérsveitir Írakshers eru þegar komnar inn í austurhluta borgarinnar.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert