Munu hefna fyrir árásir í Homs

Björgunarstarfsmenn veita aðstoð eftir sjálfsvígsárás í Homs. Myndin er tekin …
Björgunarstarfsmenn veita aðstoð eftir sjálfsvígsárás í Homs. Myndin er tekin frá sjónvarpsstöðinni Al-Ikhbariya Al-Souriya. AFP

Sýrland mun hefna fyrir mannskæðar árásir á öryggissveitir í borginni Homs þar sem tugir manna fórust, að sögn sendiherra Sýrlands sem á aðild að friðarviðræðum hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf.

„Með hryðjuverkaárásinni sem beint var að Homs í dag voru send skýr skilaboð til Genf frá þeim sem eru stuðningsmenn hryðjuverka,“ sagði Bashar al-Jaafari.

„Við viljum segja þeim að við höfum fengið þessi skilaboð [...] og vegna þeirra munum við hefna.“

Sýrlenska mannréttindastofan segir að 42 hafi verið drepnir í árásinni en yfirvöld í Homs segja að 30 hafi látist.

Sam­tök­in Tahrir al-Sham segj­ast bera ábyrgð á árás­un­um. Sam­tök­in urðu til þegar Nusra Front sleit sam­skipt­um sín­um við al-Qa­eda-hryðju­verka­sam­tök­in í júlí og gekk til liðs við smærri víga­hópa í Sýr­landi.

Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna sagði að markmiðið með árásunum hafi verið að spilla fyrir friðarviðræðum vegna ástandsins í Sýrlandi.

Spurður hvort þau muni hafa áhrif, sagði hann: „Ég vona ekki en það sem gerðist var sorglegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert