Dylan tók við Nóbelnum

Bob Dylan er 75 ára.
Bob Dylan er 75 ára. AFP

Bob Dylan tók í dag loks við Nóbelsverðlaunum sínum í bókmenntum á leynifundi með sænsku akademíunni sem sæmdi hann verðlaununum fyrir ljóðlist sína.

Sænska ríkissjónvarpið hefur eftir meðlimi úr akademíunni að Dylan hafi tekið við verðlaununum síðdegis í dag. 

Dylan er fyrsti söngtextasmiðurinn sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels. Hann hlaut verðlaunin í lok síðasta árs en vildi ekkert tjá sig um þau og hvað þá taka við þeim. Það hefur hann nú loks gert. Dylan hélt tvenna tónleika í Stokkhólmi  í dag og mun halda eina á morgun.

Ekki er talið að Dylan hafi haldið ræðu á fundinum þar sem hann tók við verðlaunum en slíkt verður handhafi verðlaunanna að gera til að fá peningana sem þeim fylgja, um 100 milljónir króna.

Það er þó ekki öll nótt úti enn því Dylan hefur tíma allt þar til 10. júní til að flytja ræðuna. Hún þarf ekki að vera löng og hana má flytja í myndbandi eða listgjörningi, ef því er að skipta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert