Frexit óumflýjanlegur án breytinga

Emmanuel Macron.
Emmanuel Macron. AFP

Franski forsetaframbjóðandinn og miðjumaðurinn Emmanuel Macron segir að gera þurfi breytingar á Evrópusambandinu. Annars standi sambandið frammi fyrir „Frexit“.  Þetta segir hann í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC.

„Ég er Evrópusinni. Ég varði gildi og hugmyndafræði sambandsins ítrekað í kosningabarátunni vegna þess að ég tel hvort tveggja mikilvægt fyrir íbúa Frakklands og fyrir okkar stað í alþjóðavæðingunni,“ segir Macron. „En á sama tíma verðum við að taka á þessu ástandi. Hlusta á fólkið, og þá staðreynd að það er reitt.“

Macron segir að það yrðu svik ef hann leyfði Evrópusambandinu að halda áfram á þeirri vegferð sem það væri á. „Og ég vil það ekki. Vegna þess að daginn eftir þá verður niðurstaðan Frexit. Eða við fáum Þjóðfylkinguna [flokk Marine Le Pen] aftur,“ segir hann.

Macron og Le Pen mætast í seinni umferð kosninganna 7. ...
Macron og Le Pen mætast í seinni umferð kosninganna 7. maí næstkomandi. AFP

Macron hefur um 20 prósentustiga forskot á Le Pen í könnunum, en kosið verður næsta sunnudag. Le Pen hefur reynt að höfða til hófsamari kjósenda eftir fyrri umferðina, en hún hefur barist fyrir úrsögn Frakka úr Evrópusambandinu og harðri innflytjendalöggjöf.

Frétt mbl.is: Marine Le Pen á mikið verk fyrir höndum

„Ég hef heyrt kjós­end­ur tjá ótta sinn,“ sagði hún á kosningafundi í Nice og bætti við að hún hygðist bjóða leiðtog­um ESB til fund­ar strax í kjöl­far kosn­ing­anna til að ræða aukið vald til handa stjórn­völd­um ein­stakra aðild­ar­ríkja.

Í kjöl­farið yrði boðað til þjóðar­at­kvæðagreiðslu. „Ekk­ert verður gert án ykk­ar, ekk­ert verður gert á móti ykk­ur,“ sagði hún en minnt­ist ekk­ert á til­lög­ur sín­ar um að segja Frakk­land úr evru­sam­starf­inu og taka aft­ur upp frank­ann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Refapels, síður.
Til sölu ónotaður síður Liz Clayborne refapels, í stærð sem sennilega er Large,...
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús í Hvalfirði
Glæsilegt 6-8 manna sumarhús til leigu í Hvalfirði einungis 55 km frá Reykjavík....
Bisley skjalaskápur
Til sölu Bisley skjalaskápur með skjalamöppum.4ra skúffu folio A-4+. Dökkgrár ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Félagsmenn í Félagi...
Blaðbera á akureyri
Ófaglært starfsfólk
Blaðberar Morgunblaðið óskar eftir ...
Endurskoðun hveravalla
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Endu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...