Frexit óumflýjanlegur án breytinga

Emmanuel Macron.
Emmanuel Macron. AFP

Franski forsetaframbjóðandinn og miðjumaðurinn Emmanuel Macron segir að gera þurfi breytingar á Evrópusambandinu. Annars standi sambandið frammi fyrir „Frexit“.  Þetta segir hann í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC.

„Ég er Evrópusinni. Ég varði gildi og hugmyndafræði sambandsins ítrekað í kosningabarátunni vegna þess að ég tel hvort tveggja mikilvægt fyrir íbúa Frakklands og fyrir okkar stað í alþjóðavæðingunni,“ segir Macron. „En á sama tíma verðum við að taka á þessu ástandi. Hlusta á fólkið, og þá staðreynd að það er reitt.“

Macron segir að það yrðu svik ef hann leyfði Evrópusambandinu að halda áfram á þeirri vegferð sem það væri á. „Og ég vil það ekki. Vegna þess að daginn eftir þá verður niðurstaðan Frexit. Eða við fáum Þjóðfylkinguna [flokk Marine Le Pen] aftur,“ segir hann.

Macron og Le Pen mætast í seinni umferð kosninganna 7. ...
Macron og Le Pen mætast í seinni umferð kosninganna 7. maí næstkomandi. AFP

Macron hefur um 20 prósentustiga forskot á Le Pen í könnunum, en kosið verður næsta sunnudag. Le Pen hefur reynt að höfða til hófsamari kjósenda eftir fyrri umferðina, en hún hefur barist fyrir úrsögn Frakka úr Evrópusambandinu og harðri innflytjendalöggjöf.

„Ég hef heyrt kjós­end­ur tjá ótta sinn,“ sagði hún á kosningafundi í Nice og bætti við að hún hygðist bjóða leiðtog­um ESB til fund­ar strax í kjöl­far kosn­ing­anna til að ræða aukið vald til handa stjórn­völd­um ein­stakra aðild­ar­ríkja.

Í kjöl­farið yrði boðað til þjóðar­at­kvæðagreiðslu. „Ekk­ert verður gert án ykk­ar, ekk­ert verður gert á móti ykk­ur,“ sagði hún en minnt­ist ekk­ert á til­lög­ur sín­ar um að segja Frakk­land úr evru­sam­starf­inu og taka aft­ur upp frank­ann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Harðviður til húsbygginga
Lokað verður frá 12. nómember til 5. desember. Harðviður til húsabygginga Sjá ná...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
Honda CR-V 2005
Honda CR-V árg 2005 - bensín - ekinn 221.000 km - fjórhjóladrifin - beinskiptur ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...