Milljarðamæringur fjárfestir í frambjóðendum

Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, er á kosningaferðalagi en allt bendir …
Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, er á kosningaferðalagi en allt bendir til flokkurinn vinni stórsigur 8. júní. AFP

Einn helsti styrktaraðili á bak við hreyfinguna sem stóð á bak við Brexit-herferðina í Bretlandi í fyrra hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til þess að setja hundruð þúsunda punda í að tryggja að ekkert bakslag komi í Brexit í kjölfar þingskosninga í næsta mánuði. Ætlar hann sér að fjármagna baráttu sem miðar að því að fella 140 þingmenn sem eru á móti Brexit í kosningunum.

Breski kaupsýslumaðurinn Jeremy Hosking er milljarðamæringur sem hagnaðist mjög á fjárfestingum sjóða sem hann stýrir. Hann setti 1,7 milljónir punda, sem svarar til 230 milljóna króna, í baráttuna fyrir útgöngu Bretlands úr ESB í fyrra. Í viðtali við Observer um helgina segist hann reiðubúinn til þess að veita Theresu May forsætisráðherra fjárhagsaðstoð í baráttu gegn þingmönnum sem eru andsnúnir Brexit. Talið er að flestir þeirra séu þingmenn Verkamannaflokksins en Hosking er reiðubúinn að styðja fjárhagslega 138 frambjóðendur Íhaldsflokksins sem gerir alls um 700 þúsund pund, 95 milljónir króna. 

Þungamiðja baráttunnar verður í Midlands og norðhluta Englands, samkvæmt frétt Guardian. Þar hefur Verkamannaflokkurinn oft haft betur í baráttunni við Íhaldsflokkinn en nú bendir allt til stórsigurs Íhaldsflokksins. 

Hosking segir að venjulegir kjósendur Verkamannaflokksins eigi að breyta til í ár og gefa Íhaldsflokknum atkvæði sitt og tryggja þar með Brexit.

Frétt Guardian 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert