Engar upptökur hjá CIA í Hvíta húsinu

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Bandaríska leyniþjónustan, CIA, segist ekki eiga neinar upptökur af samtölum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu eða skjöl þess efnis.

Trump gaf til kynna í síðustu viku að samtal hans við James Comey, forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hafi hugsanlega verið tekið upp. Óvíst er hvort ummæli hans eigi við rök að styðjast.

Leyniþjónustan, sem veitir forsetanum og fjölskyldu hans vernd, bauð upp á leynilegt upptökukerfi í Hvíta húsinu þegar John F. Kennedy og Richard Nixon voru forsetar.

Í svari við fyrirspurn The Wall Street Journals sagði leyniþjónustan að slíkt hafi ekki verið í boði fyrir ríkisstjórn Trumps.

„Það er eins gott fyrir James Comey að það séu ekki til neinar upptökur til af samtölum okkar áður en hann byrjar að leka gögnum til fjölmiðla,“ skrifaði Trump á Twitter.

Comey sagði þegar hann kom fyr­ir rannsóknarnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að hann vonaðist til að það væru til upp­tök­ur af sam­töl­un­um og að þær yrðu gerðar op­in­ber­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert