Afar, ömmur og barnabörn nú velkomin

Ferðabanninu hefur víða verið mótmælt.
Ferðabanninu hefur víða verið mótmælt. AFP

Afar, ömmur, barnabörn og fleiri ættingjar bandarískra ríkisborgara sem koma frá sex ríkjum þar sem meirihluti íbúa er múslímar geta nú fengið landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Er þetta í samræmi við dóm sem féll á Havaí á dögunum, þar sem komist var að niðurstöðu um að ferðabann Donalds Trumps Bandaríkjaforseta væri of þröngt.

Reuters fréttastofan greinir frá þessu og segir þetta hafa komið fram í minnisblaði frá Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til sendiráða ríkisins. 

Frétt mbl.is: Ferðabann Trumps of þröngt

Dóm­ar­inn Derrick Wat­son sagði í dómi sínum síðastliðinn fimmtudag að hug­takið „ná­inn ætt­ingi“ væri skil­greint of þröngt í ferðabanninu. Afar, ömm­ur, barna­börn og fleiri ætt­ingj­ar ættu líka að falla und­ir hug­takið, ólíkt því sem rík­is­stjórn Trump hafði gefið út. 

Rík­in sex sem ferðabannið nær til eru Íran, Líb­ía, Sýr­land, Sómal­ía, Súd­an og Jemen. Þá ná þær til allra flótta­manna. Bannið hef­ur í för með sér að ein­stak­ling­ar sem ekki eiga „nána fjöl­skyldumeðlimi“ í Banda­ríkj­un­um eða eiga viðskipta­hags­muna að gæta geta átt erfitt með að kom­ast inn í landið.

Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Wat­son sagði í dómi sín­um að rík­is­stjórn Trumps hefði túlkað dóm Hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna of þröngt, en rétt­ur­inn sagði í síðasta mánuði að stjórn­völd­um væri heim­ilt að fram­fylgja bann­inu, nema í þeim til­vik­um þegar um væri að ræða ein­stak­linga sem hefðu sann­ar­lega lög­mæt tengsl við Banda­rík­in.

Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um ákváðu hins veg­ar að skil­greina hug­takið „ná­inn ætt­ingi“ og und­an­skilja ömm­ur og afa, frænd­ur og frænk­ur og barna­börn. Wat­son sagði þetta ekki vera í sam­ræmi við dóm æðsta rétt­ar­ins og því mætti ekki banna þess­um ætt­ingj­um að koma inn í landið vegna banns­ins.

For­dæmdi hann skil­grein­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar og sagði hana „óhóf­lega tak­mark­andi“.

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna er enn að meta hvort bannið í heild sinni stand­ist lög og regl­ur í land­inu, en rétt­ur­inn leyfði í síðasta mánuði tíma­bundið bann þar til hann kæm­ist að end­an­legri niður­stöðu.

Trump hef­ur sagt að tak­mark­an­irn­ar séu nauðsyn­leg­ar til að halda Banda­ríkj­un­um ör­ugg­um og koma í veg fyr­ir hryðju­verka­árás­ir.

Frétt mbl.is: Ferðabann Trump tek­ur gildi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
Til leigu snyrtilegt og bjart 120 fm
atvinnuhúsnæði vestast á Kársnesi. Leigist eingöngu fyrir lager eða þ.h. uppl...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 2/10, 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5...
 
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...