Áttu einkafund í kvöldverðarboði

AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, héldu tvo lokaða fundi meðan fundur G20-ríkjanna stóð yfir í Hamborg í byrjun júlí. Ekki var greint frá síðari fundinum fyrr en í dag og hefur talsmaður Hvíta hússins staðfest að hann hafi átt sér stað. AFP-fréttaveitan greinir frá.

Átti þessi síðari fundur sér stað í kvöldverðarboði fyrir leiðtoga ríkjanna og maka þeirra, en fyrir utan forsetana tvo var aðeins túlkur viðstaddur. Ekki hefur verið gefið upp hvað fór þeirra á milli. Ræddu þeir saman í eina og hálfa klukkustund og vakti fundurinn furðu annarra viðstaddra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert