Vilja tímabundna fríverslun eftir Brexit

AFP

Bresk stjórnvöld sækjast eftir tímabundnu tollabandalagi við Evrópusambandið í eitt eða tvö ár eftir Brexit en hugmyndin fengið dræmar viðtökur frá Evrópusambandinu.

Ríkisstjórnin sagðist hlynnt tímabundnum aðgerðum eftir að landið gengur úr sambandinu til að tryggja fyrirsjáanleika fyrir fyrirtæki í landinu og til að ganga megi frá nýjum tollasamningum.

Breska úrsagnarnefndin leggur einnig til að Bretar fái að gera fríverslunarsamninga við önnur ríki á meðan á tímanum en þeir taki ekki gildi fyrr en samkomulagi Evrópusambandsins og Breta ljúki.

Í frétt AFP kemur fram að Evrópuráðið hafi sagst ætla að taka tillögur Breta til greina en ekki yrði samið um framtíðarsamband sambandsins og Breta fyrr en leyst hafi verið úr öðrum deiluatriðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert