Öryggisráðið fundar vegna Norður-Kóreu

Vegfarendur ganga fram hjá risasjónvarpsskjá í Tókýó þar sem greint …
Vegfarendur ganga fram hjá risasjónvarpsskjá í Tókýó þar sem greint er frá eldflauginni sem Norður-Kóreu skaut yfir Japan í gærkvöldi. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda í dag eftir Norður-Kórea skaut eld­flaug yfir Jap­an í kvöld frá höfuðborg lands­ins, Pyongyang að því er Reuters-fréttastofan greindi frá. Fundurinn er haldinn að beiðni japanskra stjórnvalda, sem hafa for­dæmt eld­flauga­skotið. Sagðist varn­ar­málaráðherra Jap­ans telja að stjórn­völd í Norður-Kór­eu hafi haft Guam í huga þegar eld­flaug var skotið yfir Jap­an. Hún hafi verið nægj­an­lega lang­dræg til þess að hæfa Guam sem er banda­rískt yf­ir­ráðasvæði.

Eldflaugin náði um 770 km hæð og flaug um 3.700 km leið á 19 mínútum að sögn Yoshihide Suga, talsmanns Japansstjórnar.

Í lok síðasta mánaðar sendi Norður-Kórea á loft meðaldræga eldflaug sem fór 2.700 km leið yfir Japan.

„Vegalengd þessa prófs er mikilvæg af því að með því sýndi Norður-Kórea að hún geti náð til Guam,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökum vísindamanna. Ekki liggi hins vegar enn fyrir hversu nákvæmar flaugarnar séu.

Stjórn­völd í N-Kór­eu hafa hótað því að skjóta á Guam og hef­ur for­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, varað við því að ef það verði gert þá verði svarað af full­um þunga.

Stutt er síðan öryggisráðið herti enn frekar viðskiptaþvinganir í garð Norður-Kóreu vegna kjarnavopna tilrauna þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert