Afstaða Bandaríkjanna óbreytt

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Hvíta húsið ítrekaði nú í kvöld afstöðu sína gagnvart Parísarsáttmálanum um að Bandaríkin séu á útleið úr samkomulaginu verði ekki gerðar breytingar á sáttmálanum. Einn æðsti embættismaður Evrópusambandsins fullyrti fyrr í dag að von væri á mýkri afstöðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart sáttmálanum.

„Það hafa engar breytingar orðið á afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Parísarsáttmálanum,“ hefur AFP eftir talsmanni Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders. „Eins og forsetinn hefur látið mjög skýrt í ljós þá munu Bandaríkin draga sig úr samkomulaginu nema við getum gengið aftur inn á okkar forsendum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert