Fyrirtæki Weinsteins á brauðfótum

Harvey Weinstein.
Harvey Weinstein. AFP

Ólíklegt er að The Weinstein Company haldi áfram að starfa sem sjálfstæð eining, en samkvæmt fréttastofu AFP hyggst fyrirtækið nú selja eða hætta starfsemi í kjölfara ásakana á hendur Harvey Weinstein. Weinstein var stofnandi og einn stjórnenda fyrirtækisins, en hann var látinn fara á dögunum.

Sífellt fleiri hafa stigið fram síðan The New York Times birti grein sína þar sem Weinstein var ásakaður fyrir að hafa beitt konur kynferðislegri áreitni í áratugi. Meðal þeirra sem stigið hafa fram og sagt frá áreiti sem þær hafa orðið fyrir af höndum Weinstein eru leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Angelina Jolie, en auk þess hafa fjórar konur sakað hann um nauðgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert