Filippus prins skilar inn ökuskírteininu

Filippus prins mun ekki setjast á bak við stýrið á …
Filippus prins mun ekki setjast á bak við stýrið á Land Rover Freeland­er bifreið konungsfjölskyldunnar aftur, eða nokkurri annarri, þar sem hann skilaði inn ökuskírteininu í dag, 97 ára gamall. AFP

Filippus prins, her­tog­inn af Ed­in­borg og eiginmaður Elísabetar Bretlandsdrottningar, hefur sjálfviljugur skilað inn ökuskírteini sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Buckingham-höll.

Fil­ipp­us, sem er 97 ára, komst í fréttirnar á dög­un­um er hann olli árekstri skammt frá Sandring­ham-land­ar­eign­inni þar sem hann dvald­i ásamt Elísa­betu. Tveimur dögum eftir áreksturinn veitti lög­regl­an í Nor­folk Fil­ipp­usi til­tal fyr­ir að keyra án bíl­belt­is og valda umferðaróhappinu. Tvær konur voru í bílnum sem Filippus keyrði á og úlnliðsbrotnaði önnur þeirra.

Í yfirlýsingunni segir að Filippus hafi íhugað málið vandlega og ákveðið að skila inn ökuskírteininu sjálfviljugur. Lögreglan í Norfolk staðfestir að prinsinn sé búinn að afhenda ökuskírteinið.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert