20 vilja takast á við Trump

Seth Moulton.
Seth Moulton. Wikipedia

Þröng er orðin á þingi demókrata sem vilja steypa Donald Trump af stóli forseta Bandaríkjanna en alls hafa tuttugu boðað þátttöku í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar.

Nú hefur Seth Moulton, sem situr á ríkisþingi Massachusetts boðað þátttöku í forvalinu en ef hann hlyti kosningu yrði hann yngsti forseti landsins. Moulton er fertugur að aldri.

Moulton er lítt þekktur en hann er einn þeirra sem reyndu að koma í veg fyrir kjör Nancy Pelosi sem forseta þingsins í fyrra. 

Nítján mánuðir eru þangað til Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu en skoðanakannanir benda til þess að vinsældir Trumps séu á niðurleið í kjölfar birtingu skýrslu Muellers.

Moulton er fyrrverandi hermaður og er menntaður í Harvard. Moulton telur að herþjálfun hans geti komið að góðu gagni í baráttunni gegn Trump. Hann setur baráttuna gegn loftslagsbreytingum í forgang í kosningabaráttunni sem og varnir gegn netglæpum og heitir því að styrkja efnahagslíf landsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert