Trump vill sætta Tyrki og Kúrda

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að bandarísk stjórnvöld gætu tekið að sér að gerast sáttasemjari á milli ráðamanna í Tyrklandi og Kúrda í norðurhluta Sýrlands í kjölfar þess að tyrkneski herinn hóf sókn gegn kúrdískum hersveitum á svæðinu.

Forsetinn sagði á Twitter-síðu sinni að þrír kostir væru í stöðunni fyrir bandarísk stjórnvöld: Senda þúsundir bandarískra hermanna til Sýrlands, setja viðskiptaþvinganir á Tyrkland eða hafa milligöngu um samning á milli Tyrklands og Kúrda.

Kúrdískur hermaður í Sýrlandi.
Kúrdískur hermaður í Sýrlandi. AFP

Trump hafði áður fyrirskipað bandarískum hermönnum að yfirgefa stöðvar sínar við landamæri Sýrlands að Tyrklandi, en Bandaríkjamenn studdu áður við hersveitir Kúrda í baráttu þeirra gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams.

Forsetinn lýsti því síðan yfir að til þess gæti komið að Bandaríkin beittu viðskiptaþvingunum gegn Tyrkjum til þess að koma í veg fyrir að þeir gengju of langt í sókn sinni gegn Kúrdum. Ákvörðun Trumps um að draga bandarískt herlið á brott hefur verið harðlega gagnrýnd.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert