Biden: Að velja von

Joe Biden er frambjóðandi demókrata í komandi forsetakosningum.
Joe Biden er frambjóðandi demókrata í komandi forsetakosningum. AFP

Forsetaframbjóðandi demókrata, Joe Biden, segir að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi haldið Bandaríkjunum of lengi í myrkri og hafi í forsetatíð sinni alið á ótta, reiði og sundrungu. 

Biden, sem er 77 ára gamall, er með mun meira fylgi en Trump fyrir komandi kosningar en 75 dagar eru fram að kjördegi og margt sem getur breyst á þeim tíma. Biden flutti ávarp á lokadegi landsþings Demókrataflokksins í gærkvöldi eftir að hafa verið útnefndur frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember. 

Ávarpið flutti hann rafrænt fyrir framan nánast auðan sal í heimabæ sínum Wilmington í Delaware. Biden hét því að ef kjósendur myndu greiða honum atkvæði sitt þá myndi hann bæta stöðu landsins. Hann sé boðberi ljóss ekki myrkurs.

Tímabært sé fyrir þjóðina að standa saman og sameinast um að komast út úr þessum myrku tímum. Að velja von, staðreyndir fremur en skáldskap og sanngirni umfram forréttindi. 

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert