Bætt samskipti undir Biden komin

Pútín hélt blaðamannafund fyrr í dag.
Pútín hélt blaðamannafund fyrr í dag. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði í dag að hann vonaðist til þess að Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, myndi gefa færi á því að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Fordæmdi Pútín einnig „ágengni“ Vesturveldanna gegn Rússlandi á undanförnum árum. 

Ummæli Pútíns féllu á árlegum blaðamannafundi hans sem jafnan er haldinn við lok hvers árs, en þar svarar hann spurningum bæði blaðamanna og almennings í nokkrar klukkustundir. Sagði Pútín þar  samskipti ríkjanna tveggja hefðu verið tekin í gíslingu af innanlandsstjórnmálum í Bandaríkjunum. Hann vonaðist til að sum af núverandi örðugleikum yrðu leyst þegar Biden tæki við völdum. 

„Við höfum trú á því að kjörinn forseti Bandaríkjanna muni leysa málin í ljósi þess að hann hefur bæði reynslu af innanríkis- og utanríkismálum,“ sagði Pútín. 

Með þeim seinni til að senda Biden hamingjuóskir

Pútín óskaði Biden til hamingju með forsetakjörið á þriðjudaginn og sagðist reiðubúinn til samstarfs með verðandi Bandaríkjaforseta. Var Pútín þá á meðal síðustu þjóðarleiðtoga heimsins til að senda tilvonandi forsetanum hamingjuóskir. 

Talið er líklegt að Biden muni taka harðari afstöðu gagnvart Rússlandi en fráfarandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. Biden gagnrýndi Trump í herferð sinni fyrir að hafa „tekið opnum örmum á móti ýmsum stjórnarandstæðingum um allan heim, þar á meðal Vladimír Pútín.“ 

Rússneski forsetinn sagðist telja það ólíklegt að Trump myndi yfirgefa bandarísk stjórnmál eftir kjörtímabil sitt og sagði hann Trump sem fráfarandi forseta eiga sér enn marga stuðningsmenn.  

Pútín hefur nú þegar sigrað í fjórum forsetakosningum og þá var stjórnarskrá Rússlands nýverið breytt til að gera honum kleift að vera forseti til ársins 2036. Þegar Biden tekur við verður hann fjórði forseti Bandaríkjanna á valdatíð Pútín sem hófst árið 2000. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert